Rss Feed
  1. Fimmtudagsfiskur

    Thursday, February 7, 2013

    Ég fattaði allt í einu að það eru alveg vikur síðan ég borðaði seinast fisk! Ekki gott hjá manneskju sem er að vanda sig við að borða hollan og fjölbreyttan mat. Í matinn var ég með mjög fljótlegan og góðan fisk sem tók enga stund að elda og enga stund að borða.

    Pestó þorskur með grænmeti
    Þorskur fyrir 2-3
    Paleo pesto sjá hér
    2-3 tómatar
    olía/smjör
    1 hvítlauksrif
    1/2 paprika
    1/3 kúrbítur
    sveppir

    Hita ofn á 200°C. Ég setti þorskinn í eldfast mót, saltaði og pipraði og smurði svo vel af heimalöguðu pestói yfir. Skar tómata í sneiðar og raðaði yfir. Setti í ofn í 15-20 mínútur. Svo skar ég grænmetið niður og steikti á pönnu í smá smjöri og hvítlauk. Með þessu bar ég fram einfalt salat með káli, papriku, gúrku, jarðarberjum og olíu og balsam. Ég var líka með niðursneitt grænmeti ásamt hummus sem snarl. Einfalt og gott, máltíð á innan við hálftíma.

  2. 0 comments:

    Post a Comment