Rss Feed
 1. Afmælisbaka

  Sunday, February 10, 2013

   Ég bjó til eggjaböku fyrir barnaafmæli hjá systur minni í dag. Hún heppnaðist mjög vel og hvarf fljótt á veisluborðinu. Ég var búin að skoða einhverjar uppskriftir sem viðmið og henti svo saman í þessa. Mjög góð og hentug í boð. Hún er Paleo, en auðvitað virkar svona baka fyrir alla.

  Eggjabaka
  200 gr beikonkurl
  1/2 laukur
  2 hvítlauksrif
  1/2 pakki sveppir
  120 gr frosið spínat
  8 egg
  1/4 bolli kókosmjólk
  1 tsk óreganó
  1 tsk timjan
  1 tsk vínsteinslyftiduft
  salt og pipar
  12 kirsuberjatómatar

  Hita ofn í 200°C. Ég steikti beikon á pönnu og setti svo til hliðar. Skar lauk, sveppi og hvítlauk niður og steikti í beikonfitunni og setti svo með beikoninu til hliðar og kældi. Afþýddi spínatið og kreisti vökvann úr. Skar það niður.  Hrærði eggin, kókosmjólkina og kryddið saman. Smurði eldfast mót með olíu og dreifði beikonblöndunni í botninn. Svo dreifði ég spínatinu yfir og hellti svo eggjablöndunni yfir. Ég skar tómatana í helminga og raðaði ofan á og bakaði svo bökuna í ofni í um 30-35 mínútur. 2. 0 comments:

  Post a Comment