![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEixrK73V0mymEuvEbIffuEjIuMtNdXBmLib0IjLK4qSETZL3rk3p4LQdK305W2M2DG0-HZwnD1cWZhCB47Q5Ka3NhuwjrQ8m9YtfOSgR8uM0u4zJNQpqqlSzqG7axiKjAYqMqQoiKTbuxU/s320/photo.JPG) |
Bara svo það sé á hreinu, þá eru þetta loftbólur, ekki kekkir :) |
Ég datt niður á uppskrift á netinu að "kaffirjóma" án mjólkur í kaffið, Paleostyle. Ég er búin að drekka kaffi með kókosmjólk út í hingað til og það er bara ekki alveg nógu gott. Það kemur svo mikið yfirþyrmandi kókosbragð og stundum bætist jafnvel eitthvað rammt bragð við. En
þessi uppskrift gerir léttan og froðukenndan kaffirjóma með kókoskeim, en ekki of miklum. Ég hermdi alveg eftir og útkoman var svona líka ljómandi. Ég hlakka til að mæta í vinnuna á mánudaginn og geta drekkt mér í kaffi!
Kaffirjómi
1 dós kókosmjólk
1 egg
2 msk kókosolía
nokkrir dropar vanilla
Öllu skellt í blandara og þeytt vel saman. Nokkrar teskeiðar í rjúkandi kaffibolla og restin í box eða krukku og inn í ísskáp. Svo má örugglega nota þetta líka eins og skeið af þeyttum rjóma ofan á ávexti.
Það er mikið á sig lagt, eins og svart kaffi er nú ljómandi gott. :)