Rss Feed
 1. Kjúklingur með sveppasósu

  Sunday, February 3, 2013

  Ég gerði Paleo útgáfu af kvöldverði sem við borðum mjög reglulega. Kjúklingabringur, kartöflumús og sveppasósa. Það er í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum og algjör kósý-comfort matur.  Ég þurfti bara aðeins að útfæra matinn til að gera hann paleovænan og heppnaðist hann mjög vel. Ég er farin að elda meira af heilum kjúkling, það er einfalt og þá verður kjöt afgangs fyrir salat daginn eftir og ég get notað beinin í kjúklingasoð. 

  Kjúklingurinn
  1 heill kjúklingur
  1/2 sítróna
  3-4 hvítlauksrif
  rósmarín
  salt og pipar
  Setti kjúkling í eldfast mót, marði hvítlaukinn og stakk honum inn í holið ásamt sítrónunni í bitum. Kryddaði kjúklinginn með salti, pipar og rósmarín. Skellti honum í 220°C heitan ofn og eldaði í klukkutíma.

  Kartöflumús
  1 nett sæt kartafla
  1/3 butternut grasker
  salt og pipar
  smjör/kókosolía eða önnur olía
  Afhýddi og bitaði niður sætu kartöfluna og graskerið. Sauð í potti með vatni þar til grænmetið var orðið mjúkt. Hellti vatninu af, stappaði í mús og kryddaði með salti og pipar. Setti smá kókosolíu út í líka, en fannst bragðið af henni ögn yfirþyrmandi.

  Sveppasósa
  kókosolía/smjör eða önnur olía
  1/2 pakki sveppir
  1/4 laukur
  1/4 paprika
  1 lítil dós kókosmjólk
  Bræddi kókosolíu á pönnu og mýkti laukinn í henni. Sneiddi niður sveppi og bætti út í ásamt smá niðursaxaðri papriku. Lét grænmetið malla á pönnunni í smá stund og hellti svo kókosmjólkinni yfir og lét þetta sjóða niður í dágóða stund. Kryddaði með smá salti og pipar.
  Ég bar matinn svo fram með soðnu brokkolíi. 

 2. 0 comments:

  Post a Comment