Kjúklingurinn
1 heill kjúklingur
1/2 sítróna
3-4 hvítlauksrif
rósmarín
salt og pipar
Setti kjúkling í eldfast mót, marði hvítlaukinn og stakk honum inn í holið ásamt sítrónunni í bitum. Kryddaði kjúklinginn með salti, pipar og rósmarín. Skellti honum í 220°C heitan ofn og eldaði í klukkutíma.
Kartöflumús
1 nett sæt kartafla
1/3 butternut grasker
salt og pipar
smjör/kókosolía eða önnur olía
Afhýddi og bitaði niður sætu kartöfluna og graskerið. Sauð í potti með vatni þar til grænmetið var orðið mjúkt. Hellti vatninu af, stappaði í mús og kryddaði með salti og pipar. Setti smá kókosolíu út í líka, en fannst bragðið af henni ögn yfirþyrmandi.
Sveppasósa
kókosolía/smjör eða önnur olía
1/2 pakki sveppir
1/4 laukur
1/4 paprika
1 lítil dós kókosmjólk
Bræddi kókosolíu á pönnu og mýkti laukinn í henni. Sneiddi niður sveppi og bætti út í ásamt smá niðursaxaðri papriku. Lét grænmetið malla á pönnunni í smá stund og hellti svo kókosmjólkinni yfir og lét þetta sjóða niður í dágóða stund. Kryddaði með smá salti og pipar.
Ég bar matinn svo fram með soðnu brokkolíi.
0 comments:
Post a Comment