Rss Feed
 1. Mínímalískar pönnukökur

  Sunday, February 17, 2013

  Haltu á ketti hvað ísinn í gær var góður!!! Svona svo ég hrósi sjálfri mér svolítið mikið, vóts hvað mér fannst hann sjúklega góður. Hluti af því er ábyggilega sú staðreynd að ég var ekki búin að borða ís eða súkkulaði í rúman mánuð... en ég sleikti skálina nánast mér fannst hann svo góður. Una systir sagði að hún hefði viljað meiri sykur/döðlur í hann en við erum ekki með sömu sykurpallettuna og fólk getur auðvitað still sykurmagnið eftir behag. Mér fannst hann alveg akkúrat passlega sætur án þess að vera of, og dökkt súkkulaðibragðið naut sín. Næst prófa ég að gera hann úr kókosmjólk til að gera hann paleovænni.

  Ég bjó til sunnudagsmorgunverð í morgun, einfaldar bananapönnsur með jarðarberjum og smá grískri jógúrt (þessi mjólkurdagur minn teygðist aðeins yfir í mjólkurhelgi, en bara fram að hádegi). Ég hafði heyrt af þessum "tveggja hráefna" pönnsum áður en hafði nákvæmlega enga trú á því að þær væru bragðgóðar. En ég hef gert þær tvisvar sinnum núna og þær koma ótrúlega vel út Alls ekki yfirþyrmandi eggjabragð eða áferð.

  Bananapönnsur
  Grunnurinn í þessum pönnsum er 1 þroskaður banani og tvö egg. Það þarf ekkert annað! Ég stappaði banana og skellti í könnu með tveimur eggjum og þeytti saman með töfrasprota. Svo bræddi ég rúma teskeið af kókosolíu á pönnukökupönnu og hellti út í ásamt kanilklípu og saltkorni. Ég steikti svo litlar lummur á tæpum miðlungshita úr deiginu og borðaði með niðurskornum ferskum jarðarberjum ásamt grískri jógúrt með döðlumauksskvettu í. Ég borðaði ekki allar pönnsurnar ein, en alveg vel rúman meirihluta. Ótrúlega góður sunnudagsmorgunmatur og skemmtilega hollur!


 2. 0 comments:

  Post a Comment