Ég nýtti sunnudaginn aðeins í undirbúning fyrir matseld vikunnar. Ísskápurinn var orðinn tómlegur svo ég skellti mér í Iceland og verslaði inn grænmeti, ávexti, fræ, kókosmjöl og kjöt. Svo bjó ég til paleo-vænt pestó sem ég ætla að nota á fisk í vikunni, "hreinsað" smjör samkvæmt paleo staðli (og notaði þessa lýsingu sem stuðning) og nýjan skammt af kókossmjöri (sjá hér). Ég er alveg sjúk í kókossmjör, fæ mér teskeið af því með döðlu á kvöldin þegar mig vantar eitthvað sætt.
Paleo pestó
1 pakki basil
væn lúka klettakál
2-3 msk furuhnetur
salt og pipar
ólífuolía
ögn sítrónusafi
Ég skellti öllu í blandara og maukaði vel saman, smakkaði til með salti, pipar og sítrónusafa. Heimagert pestó ætti að duga í svona viku í ísskápnum og svo má líka frysta það í klakaboxi.
Samkvæmt internetinu á að vera fínt að nota kókossmjör í stað smjörs, til að bragðbæta kaffi, sjeika og fleira. Ég hinsvegar stelst bara í það til að fullnægja nammiþörfinni.
Hreinsaða smjörið er svo notað eins og smjör, til að steikja og út í sætukartöflumús og þess háttar. Mér finnst það muna mjög miklu að geta notað smjör, kókosolía og ólífuolía eru bara ekki það sama.
-
paleo pestó og fleira
Sunday, February 3, 2013
Posted by Ragnhildur at 9:13 AM | Labels: Paleo | Email This BlogThis! Share to X Share to Facebook |
0 comments:
Post a Comment