![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjWVkV7k_HKLbkp5FcJM0SuYuiMBcT-qqog5BPK4qZVdxZB3T66SYEePCItgfygXtoSufUlQwwCJ6nx1D_a-aEr8_bFoAu4KXMIzqqpGbKNARqPtDiSVL7iYpg6O09yxC7vqY8CBUJhwHI/s320/111photo+(3).jpg)
Ég er mjög hrifin af því að nota bragðbætt súkkulaði til að gera súkkulaðið svolítið svona extra jömmí. Ég geri gjarnan súkkulaði úr dökku piparmyntusúkkulaði eða dökku appelsínusúkkulaði. Stundum blanda ég saman bragðbættu súkkulaði við hreint suðusúkkulaði, það fer svolítið eftir hvort mig langi í mikið bragð eða bara smá vott. Svo má auðvitað nota smá kanil eða chilli fyrir súkkulaði með extra kicki, eða dropa af koníaki fyrir fullorðinskakó. Namm. Það samt kannski á síður við á morgnana.
Svo hef ég fryst afgangs þeyttan rjóma í klakaformum og silíkonmótum. Þá á maður tilbúinn rjóma til að skella út í einn-tvo bolla af súkkulaði án fyrirvara. Alveg dásamlega handhægt, og svo skemmir heldur ekki fyrir að hafa fljótandi hjörtu í bollanum.
Þar til næst,
Ragnhildur
0 comments:
Post a Comment