Rss Feed
  1. Bergsson og Borgarleikhúsið

    Saturday, November 17, 2012

    Ég átti svo yndislegt föstudagskvöld í gær með Unu systur og Ástríði vinkonu hennar. Við áttum miða á Gullregn í Borgarleikhúsinu en náðum okkur fyrst í mat á Bergsson Mathúsi og borðuðum heima. Við fengum okkur spínatlasanja staðarins og það var himeskt, það var svo gott. Bergsson er að verða einn af mínum allra uppáhaldsstöðum til að borða, maturinn er svo góður og hollur. Súrdeigsbrauðið þeirra líka, það er algjörlega to die for. Að sjálfsögðu hugsaði ég ekki út í að taka mynd af matnum fyrr en ég var búin með hann og búin að sleikja diskinn, svona nánast.

    Eftir matinn drifum við okkur svo í leikhúsið á Gullregn. Þessi sýning er svo frábær, ég mæli hiklaust með henni. Þetta verk er svona, samfélagsádeila í nútímanum og kemst alveg óþægilega nærri sannleikanum, en samt getur maður ekki annað en hlegið, nákvæmlega af sömu ástæðu. Halldóra Geirharðs leikkona leikur svo brálæðislega fyndinn karakter, ég hélt á stundum að ég myndi hreinlega pissa á mig úr hlátri. Svo er öll umgjörðin líka alveg upp á tíu. Leikmyndin er frábær, alveg niður í minnstu smáatriði og skiptingarnar á milli atriða er mjög flottar, en óvenjulegar fyrir leikhúsið.

    Þannig að ef ykkur langar í góða kvöldstund þá mæli ég með mat frá Bergsson og Gullregnssýningunni.

    Þangað til næst,
    R

  2. 0 comments:

    Post a Comment