Rss Feed
  1. Sól Sól skín á mig

    Tuesday, March 13, 2012

    Mér finnst svolítið fyndið hvernig lystin hjá mér breytist eftir veðri. Ég sat á bekk úti á torgi í hádeginu og sleikti sólina (þótt hitinn hafi bara verið 10 gráður) og er núna að reyna að fá hugmyndir að kvöldmat.
    Ég sé í hyllingum létt salöt og frískandi, litríkan mat fullan af grænmeti og ávöxtum. En mér er samt ekki búið að detta í hug eitthvað ákveðið eitt sem mér lýst vel á í kvöldmatinn. Því þótt í augnablikinu gæti ég dundað mér við að elda lengi verð ég í vinnunni til 5 og þarf þá að fara í búðina með fartölvuna á bakinu og versla í matinn og koma mér heim með strætó eða gangandi. Á þeim tíma er ég yfirleitt orðin þreytt, svöng og úrill svo það yrði helst að vera matur sem er fljótlegt að laga. Svo þarf maturinn einnig helst að vera úr frekar ódýru hráefni. Úff þetta er erfitt. Einhverjar uppástungur að ódýrum, hollum og fljótlegum kvöldmat? Er ég nokkuð að biðja um of mikið? Ég enda kannski bara á að kaupa hummus og gulrótastangir...


  2. 0 comments:

    Post a Comment