En ég var semsagt að splæsa í smá nýtt eldhúsdót, eina bleika Joseph Joseph sleikju, sem ég er búin að mæna á á amazon í tvö ár ábyggilega og svo í litla ískúluskeið, sem er í góðri stærð fyrir smákökur, kjötbollur og þess háttar. Með öðrum orðum, góð fyrir allt annað en ískúlur.
Ég varð því að baka eitthvað, bara til að athuga hvort nýju græjurnar virkuðu ekki almennilega og henti í súkkulaðibitasmákökuuppskrift (gott orð í hangman!) úr Nigella Kitchen. Ég gerði hálfa uppskrift en kökurnar urðu eitthvað pínulítið skrýtnar hjá mér, gæti verið afþví að í venjulegri uppskrift er eitt egg og ein rauða og ég setti eitt egg í hálft deig, en þessi póstur er hvort sem er bara um græjurnar, ekki kökurnar.
Joseph Joseph sleikjan er rosalega góð, svona við fyrstu kynni allavega. Þessar sleikjur eru til í þrem stærðum og litum og mín er minnsta týpan, og já ég valdi stærðina út frá litnum og skammast mín ekkert fyrir það. Það besta við sleikjuna er samt er hvað hún er tæknileg, það er járn inni í skaftinu til að þyngja það og svo er svona lítill fótur þannig að maður getur lagt hana niður án þess að sleikjuhausinn klínist í borðið. Ótrúlega sniðugt!
Litla skeiðin virkaði líka mjög vel, hún er 39mm og kökurnar komu í passlegri smákökustærð fyrir minn smekk. Ég fékk 21 köku úr hálfri uppskrift en skv. Nigellu eiga að koma 14 kökur úr heilli uppskrift! Sigurgeir kom í eldhúsið til að prófa græjurnar líka og fannst þær virka mjög vel, svo vel að ég varð nánast að slást til að fá kúluskeiðina aftur í hendurnar.
sko, ekkert subb á borðinu |
skrýtnu smákökurnar |
Glæsilegar smákökur. Hvað er skrýtið við þær, bragðið eða útlitið?
Ég er ekki alveg viss einu sinni, áferðin held ég og útlitið. Þær voru allt í lagi á bragðið svosem :)
Alltaf gaman að nýju dóti :) já, geðveikt orð í hangman!!! Mig langar í skrýtnar kökur.
looking good....núna vilja allir á Íslandi fá bleikan hníf eftir að hafa séð það i Jasmin Olsoon þættinum á RÚV. Svo að bleik sleikja er bara cool :)