Eftir að hafa bakað þessar múffur komst ég að því að mínímúffur eru stórhættulegar. Helmingurinn af þeim hvarf á augabragði. Þær voru æði, en ég fann það strax daginn eftir að þær voru ekki lengur ferskar, þær eru svo nettar að þær eru greinilega fljótar að þorna. Mínímúffur eru því eitthvað sem maður á að baka og neyta samdægurs, en kannski ekki einsamall. Reyndar gæti það líka haft áhrif að ég var ekki með þær í pappírformum, þau hjálpa örugglega líka við að halda þeim ferskum. Ég gerði hálfa venjulega múffuuppskrift og hún passaði í eitt 24 stykkja mínímúffin form. Þessi uppskrift er frá Nigellu og inniheldur banana og súkkulaði, en ég á líka eigin múffuuppskrift með banönum og höfrum en ég átti ekki hráefnin í hana.
Míní-bananamúffur 24 stk
1-1 1/2 gamall banani, stappaður
1 egg
1/2 dl olía
50 gr sykur
125 gr hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsódi
50 gr súkkulaði
Þeyta egg og sykur saman og bæta olíunni út í og síðan banananum. Hræra því svo út í hráefnin og blanda súkkulaðinu út í. Setja í formin og baka í 10-12 mínútur við 200°C. Svo er absólútlí nauðsynlegt að passa sig á að reka hendina ekki upp í ofninn þegar maður setur formið inn í ofninn. Formið mitt er mjúkt og úr silíkoni þannig að næst mun ég passa mig á að setja formið á grind og setja grindina svo í ofninn. Þrem dögum eftir baksturinn og ég er enn með brunaför á hendinni.
Ái Ragnhildur. Ekki meiða þig!
Úbbs.