Rss Feed
 1. Vor Valentínusardagur

  Tuesday, February 7, 2012


  Ég er almennt ekki hrifin af Valentínusardegi. Ég þoli ekki bleiku amerísku sykurvæmnina sem fylgir deginum. Ég hélt einusinni að það væri vegna þess að ég átti ekki kærasta en mér finnst þessi dagur alveg jafn mikil vemmidrulla þótt ég sé í sambandi. Ég fíla bóndadaginn og konudaginn, en túlípanar og pönnsur, og kannski smá kaka eða súkkulaði, er alveg feikinóg á þeim dögum, ekki rósablöð, kampavín og rándýr stefnumót. Ég fékk alveg grænar þegar ég fór að sjá Valentínusarauglýsingar út um allt hérna í Manchester, en svo datt í að lesa mér til um hvort það væru einhverjar sérstakar hefðir í Bretlandi á þessum degi. Þegar ég las að Valentínusardagurinn merkti upphaf vors þá varð ég glöð, allsvakalega glöð. Ég bíð óþreyjufull eftir vorinu, betri tíð og blóm í haga og öllu því. Þess vegna ætla ég að halda upp á Valentínusardaginn í ár, ekki með hjartalaga korti og súkkulaði... grín, auðvitað með súkkulaði... en meira bara með pönnsum eða skúffuköku, svona í sólarkaffistíl. Þótt ég sé hæfilega bjartsýn á að vorið hefjist í alvöru 14. febrúar þá má allavega reyna að lokka það fram með með smá bakkelsi.

 2. 3 comments:

  1. Hildur R. said...

   Ég myndi ekki slá hendinni á móti sólarkaffi....yndisleg hefð btw.

  2. Ragnhildur said...

   Þér er hér með boðið í sólarkaffi til mín þann 14. febrúar að Daltóna stræti 106.

  3. Hildur R. said...

   það væri nú góð Valentínusargjöf...er því miður upptekin á starfsmannafundi þá, kannski síðar

  Post a Comment