Rss Feed
 1. Frónið og fjárhirðabaka

  Sunday, April 15, 2012

  Þá er maður farinn að huga að heimkomu til Frónsins fríða. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, mér finnst ég enn vera að læra inn á Manchester og að koma mér fyrir, og þá er kominn tími til að pakka og kveðja. Það er líka svo margt sem ég hef ekki gert sem ég ætlaði mér. Ég sá fyrir mér að ég myndi ferðast meira um Bretland, en það gekk ekki alveg upp samhliða því að lifa sparsamlega sem og að Sigurgeir vinnur/lærir allar helgar. Við ætlum þó allavega að kíkja til London um næstu helgi. Ég veit ekki hvað mig langar að gera þar annað en að hitta skemmtilegt fólk, ég nenni ekki á söfn og ætla ekki að versla (kannski kíkja í eina búð) en allar hugmyndir að "what to do in London" eru vel þegnar.

  Ég á líka eftir að fara á svo marga veitingastaði sem mig langar á hérna, og elda úr hráefnum sem eru ekki til heima. Ég er til dæmis enn ekki búin að prófa að nota ansjósur í mat eins og Jamie og Nigella nota svo oft, ekki búin að nýta mér nægilega mikið úrvalið af kalkúna- og kjúklingahakki og öðru þvíumlíku, ekki búin að borða jafn mikið úrval af baunum og öðru grænmeti og ég hélt o.s.frv. Vetrartíminn er svosem kannski ekki tíminn til að ætla sér að borða rosa ferskt og nýtt grænmeti. En ég prófaði þó allavega að elda andaleggi um páskana sem heppnuðust mjög vel.
  Andaleggir eru ótrúlega ódýr og bragðgóður matur. Einn leggur (með læri) á mann er alveg passlegt magn, og 2 leggir kostuðu £2.50, eða um 500 kall. Ég eldaði þá eftir Nigellu uppskrift, í ofni með salti, pipar og timian, ekkert mál. Ég ætla að prófa mig eitthvað áfram með andaleggi áður en ég kem heim og mun að sjálfsögðu blogga um hvernig það fer.

  Ég eldaði Shepard's Pie í gær eftir þessari uppskrift, nema að lambahakkið var uppselt svo ég notaði nautahakk, og bætti við sveppum og setti meiri Worchestershire sósu og bætti við tómatsósu og salti og pipar. En hún heppnaðist vel og Sibbmundur var mjög ánægður með matinn og heimtaði svona aftur fljótt.

  Núna er ég að horfa á brúnu ofþroskuðu bananana í eldhúsinu og hugsa um hvað mig langi í úr þeim...


 2. 3 comments:

  1. Hafrún said...

   Mér dettur aldrei í hug neitt merkilegra en frysta ofþroskaða banana og setja þá svo í blandarann með öðru jukki, bíð spennt eftir að sjá hverju þú finnur upp á.

   Heimsókn í Foley´s er það eina sem mér finnst ómissandi í London
   http://www.foyles.co.uk/Public/Stores/Detail.aspx?storeid=1011
   Og þó, picnic í einhvern garðinn þar er líka bráðskemmtilegt á þessum tíma.

  2. Hildur R. said...

   Eins gott að þú ert að koma heim....er farin að horfa löngunaraugum á bananabrauðið í brauðhillunum í Bónus og hugsa um þig. And I don't even eat bananabread! ;)

  3. Ragnhildur said...

   hahaha aaaaw. ég skal baka bananalaust bananabrauð fyrir þig þegar ég er komin heim :)

  Post a Comment