Rss Feed
  1. Fólk og festival

    Monday, April 2, 2012

    Það er búið að vera svo gestkvæmt undanfarið að ég hef ekki gefið mér neinn tíma í bloggið. Mamma og Arndís Þóra komu í heimsókn um daginn í alveg frábæra ferð. Við eyddum dágóðum tíma í Primark, HM og M&S, svona eins og sönnum Íslendingum sæmir en gengum líka um borgina, fórum í dagsferð til Liverpool og út að borða góðan mat, á Jamie's Italian þar sem ég borðaði heimsins bestu ólívur og á pítsustað þar sem ég fékk mér marokkóska pítsu með lambi, mangó, myndu og jógúrt sem var delish.
    Svo var Óskar vinur okkar að fara héðan í morgun eftir mjög skemmtilega helgi með súkkulaðifestivali og helling af bjór, svona meðal annars. 

    Ramsbottom
    Súkkulaðifestivalið var haldið í bænum Ramsbottom sem tilheyrir Stór-Manchester svæðinu. Það tók okkur strætóferð, tramferð og aðra strætóferð til að komast þangað og á leiðinni sá ég hesta, kindur og hænur, sveitabæi og tún. Það var mjög skemmtilegt að fara aðeins út fyrir borgina, þar sem við erum nánast alltaf í miðbænum. Bærinn er yndislega fallegur og súkkulaðifestivalið var frábært. Þar voru sölubásar með alls kyns góðgæti, matartjöld og bjórtjald með súkkulaðibjór. Súkkulaðibjórinn var mun betri en ég bjóst við, dökkur með smá súkkulaðitónum. Ég hefði nú samt ekki viljað kaupa mér kippu af súkkulaðibjór til að sötra á í partýi, ekki frekar en annan dökkan bjór.Við röltum um, fengum að smakka svolítið á súkkulaði og líka á súkkulaðivíni, drukkum bjór og fengum okkur í gogginn. Mér finnst svona markaðir svo skemmtilegir, það er svo mikið líf og fjör í kringum þá. 

    Innihaldið í ísskápnum er eitthvað fátæklegt eftir helgina, enda var plássið nýtt undir bjór, maður verður að forgangsraða þegar maður er bara með sýnishorn af ísskáp. En ég ætla að elda pasta með baunum (green beans) í kvöld þar sem ég á mest lítið annað og vona að það verði í lagi. Ég læt vita hvernig það fer, svo á ég líka eftir að blogga um kjúklingabaunarétt sem ég henti saman í seinustu viku.


  2. 0 comments:

    Post a Comment