Rss Feed
  1. Fljótlegt pasta

    Monday, April 2, 2012

    Mér finnst ég alltaf verða betri og betri að finna hluti í ísskápnum og elda án þess að fylgja uppskrift eða réttum sem ég hef borðað áður. Ég verð að segja að mér finnst það svolítið skemmtilegt þegar eitthvað samansull bragðast svona vel. Þessi pastaréttur er rosalega einfaldur og fljótlegur og ég var nú ekkert að finna upp hjólið en mér fannst hann mjög góður á bragðið.




    Penne pasta fyrir tvo (170-200 gr)
    150 gr strengjabaunir (um það bil)
    1 lítið hvítlauksrif, rifið/saxað
    1 stk lítill grænn chili pipar, ég notaði thin chili-veit ekki hvort það sé eitthvað öðruvísi.
    4 sólþurrkaðir tómatar
    olía, smjör
    salt og pipar

    Ég hitaði vatn í potti að suðu, saltaði og hellti pastanu út í. Ég skar strengjabaunirnar í tvennt, en þær mega auðvitað vera heilar, og setti þær út í pastapottinn þegar fjórar mínútur voru eftir af suðutímanum á pastanu. Á lítilli pönnu hitaði ég oliu og smá smjörklípu og steikti hvítlaukinn, chiliið og tómatana. Ég hellti svolítlu af olíunni af tómötunum út á pönnuna svo ég væri örugglega með nóg til að þekja allt pastað. Ég saltaði vel og setti smá pipar. Ég hellti pastanu og baununum í sigti og setti svo aftur í tóman pottinn og hellti tómatolíusósunni út í og hrærði saman. Þetta var rosalega fljótlegur og einfaldur réttur og mikið agalega fannst mér hann góður á bragðið. Ég ætla að gera þennan rétt aftur, það er nokkuð víst. Sósan er eiginlega bara eins og salatdressing á pastað og baunirnar, og chiliið og saltið gáfu gott kick.


  2. 3 comments:

    1. Una said...

      Ég elda alls ekki nógu oft. Á eftir að prófa margar margar uppskriftir frá þér!

    2. Til að einfalda lífið hef ég undanfarið reynt að versla inn 1x í viku og haft vikumatseðilinn fastann. Mán/mið súpa og brauð, þriðjudagar eru fyrir eitthversskonar mexíkó-núðlu-pasta, fimmtudagar fyrir fisk og föstudagsmaturinn er pizza-takeout-hamborgari. Gekk ágætlega í nokkrar vikur en nú eru börnin farin að væla í vinunum að fá að koma í mat á mánmiðvikudögum, og útaf fastmatseðlastefnunni er lítið um tilraunamatreiðslu, og útaf vikuinnkaupum er erfitt að hafa mikið ferskt. Svo að tilraunin til einfaldara lífs er ekki alveg að ganga upp. En hugmyndin var góð engu að síður...

      Dæs

      Nennir einhver að búa til app til gera matseðla sem eru hollir/ódýrir/einfaldir/hrikalega góðir/ferskir og auðvelt að versla í Bónus á laugardögum? Ekki miklar kröfur, ég veit, en samt...

    3. Ragnhildur said...

      haha er það ekki bara frábært, þau fá að borða hjá vinum sínum á mán og mið, og þið snorri fáið ykkur bara subway í staðinn. ísskápurinn hérna hjá mér er svo lítill að ég kæmist aldrei upp með að versla einu sinni í viku, fyrir utan að ég get engan vegið skuldbundið mig við matseðil fyrir heila viku í einu.

    Post a Comment