Rss Feed
  1. Hversdagsfiskur

    Wednesday, January 25, 2012

    Loksins þegar ég hætti að vera lasin þá dettur Sigurgeir í kvefpest. Dagarnir hérna eru því alveg sérlega viðburðarlausir og rólegir og ég hef ekkert að skrifa um nema kannski mat, og það þá bara rétt svo.
    Þetta er mín soðna ýsa, sá fiskréttur sem ég geri alltaf þegar það er hversdagsfiskur í matinn.

    2-3 þorskbitar
    salt og sítrónupipar
    brokkolí
    sveppir
    paprika
    tómatar
    mjólk/rjómi/sýrður rjómi/rjómaostur
    rifinn ostur

    Soðin hrísgrjón

    Ég set fiskbitana í ofnfast mót og krydda með salti og vel af sítrónupipar. Sker sveppi, brokkolí og papriku niður, set ofan á fiskinn ef ég er með lítið fat en við hliðina á ef ég er með stórt fat. Sker tómat í sneiðar og set ofan á og strái svolitlum meiri sítrónupipar yfir. Ég nota svo bara það sem er til í ísskápnum í smá sósu, hvort sem það er mjólk, rjómi, sýrður rjómi eða rjómaostur, í kvöld tók ég smá rjómaost og þynnti út með mjólk og hellti yfir. Það þarf ekki mikið, bara svo það sé eitthvað pínu blautt í fatinu til að setja á hrísgrjónin. Svo fer rifinn ostur yfir allt saman og fatinu stungið í ofn í 20 mínútur, og hrísgrjón soðin á meðan.
    Svo set ég hrísgrjón í skál, fisk og grænmeti yfir og eys smá af vökvanum yfir það. Ég er svo mikill skálaperri, ef það er mögulega hægt að borða matinn upp úr skál, þá geri ég það.

    Auðvitað notar maður bara það grænmeti sem maður á og fílar, ég var ekki vön að setja tómata en er farin að gera það alltaf núna og auðvitað gæti ég ekki eldað þetta nema með brokkolíi, en það er bara ég. Við vorum tvö og ég notaði minnir mig 6 sveppi, 1/3 af stórri papriku, 1/4 af brokkolíhaus og 2 tómata. Ég enda síðan alltaf á að bítta hluta af fiskinum mínum út fyrir smá af grænmetinu hans Sigurgeirs :)

  2. 2 comments:

    1. Una said...

      Njamm. Hljómar vel. Skálaperri!

    2. Una said...

      Nammi gott. Eldað í kvöld. Rúna mín í mat. Slúrp.

    Post a Comment