Rss Feed
 1. Núðlur í kókoskarrý

  Monday, January 23, 2012

  Þar sem ég er búin að vera lasin og slöpp undanfarna daga hef ég ekkert nennt í búðina. Maturinn í kvöld var þess vegna það-sem-er-til-í-skápunum-á-pönnu. Fyrst ég átti opna kókoksmjólk í ísskápnum vissi ég að ég yrði að finna eitthvað í asískum stíl og eftir smá grams í eldhúsinu og hugmyndaleit á netinu varð þetta útkoman:

  100 gr kjúklingabitar í skál með smá skvettu af soya, fiskisósu, olíu (myndi nota sesam ef ég ætti hana til), sykri og örfáum dropum af tabasco (mætti sleppa því). Ég var reyndar með platkjúkling fyrir grænmetisætur, keypti hann um daginn til að prófa og hann var alls ekki slæmur. Meat free chicken style pieces.

  Núðlur soðnar skv. pakka, ég var með medium egg noodles.

  Svo saxaði ég niður; engiferbút, hálft rautt chili, 3 vorlauka, 1/2 lítinn kúrbít og gulrótarbita. Þessu henti ég á wok pönnu og steikti upp úr smá olíu, bætti kjúklingabitunum út í og steikti áfram. Hellti hálfri dós af kókosmjólk út á pönnuna ásamt rauðu karrýi og sauð niður. Ég smakkaði þetta til og hellti sósusullinu af kjúklingnum út á pönnuna og bætti við góðri teskeið af hnetusmjöri. Núðlurnar fóru út í seinast og ég skipti þessu svo í tvær skálar.

  Sigurgeir sagði að rétturinn fengi 8 í einkunn miðað við núðlurétti og 9 í einkunn miðað við grænmetisrétti. Hann bað mig líka að skrifa uppskriftina niður og gera þetta fljótlega aftur svo ég held þessi máltíð hafi heppnast vel.

 2. 4 comments:

  1. yay! Ánægð með þig mín kæra! Bring on the foods!

  2. Una said...

   Ótrúlega djúsí! Namm mig langar í smakk.

  3. Una said...

   en ég get ekki opnað neðri myndina og stækkað eins og hina. Er eitthvað hægt að gera í því?

  4. Ragnhildur said...

   Hmmm, ég veit ekki afhverju það er, ég átti í smá basli með myndirnar þegar ég setti þær inn. Ég tékka á því næst hvort þetta lagist eitthvað.

  Post a Comment