Eftir árshlé er kominn tími til að dusta rykið af lyklaborðinu og blogga aftur. Líf mitt hefur breyst svo mikið á þessu ári að það er eiginlega alveg ótrúlegt að hugsa til þess. Stærsta og merkilegasta breytingin er sú að verða móðir. En ástæða þess að ég hætti að blogga í fyrra var sú að ég varð ólétt og missti gjörsamlega alla löngun til að elda eða spá í mat, nokkuð sem mig hefði aldrei grunað að kæmi fyrir mig. Ég bjóst við því að verða þessi brjálaða cravings ólétta kona en ég fékk svona and-craving, mig langaði aldrei í neitt. En nú er elsku ljósið mitt hann Hugi orðinn rúmlega tveggja mánaða og matarlystin mín er komin aftur!
Ég er því núna heimavinnandi húsmóðir, í fæðingarorlofi með ungabarn á handleggnum og ég ætla að nota bloggið til að skrifa niður hugrenningar tengdar því og svo verður örugglega einhver matur á síðunum líka.
-
I'm back baby!
Thursday, March 6, 2014
Posted by Ragnhildur at 1:14 PM | Email This BlogThis! Share to X Share to Facebook |
0 comments:
Post a Comment