Vetrarchili
100 gr chorizo pylsa
1 laukur
2 rauðar paprikur
1 pakki nautahakk, um 500 gr
1 teningur nautakraftur
1-2 tsk paprikuduft
1/2-1 tsk kummin
1 tsk oreganó
ögn af chiliflögum og/eða cayenne pipar eftir smekk ef vill
1/2 tsk hreint kakó
1 tsk púðursykur
1 lítil dós tómatpuré
1 dós hakkaðir tómatar
Skvetta af Worchestershiresósu ef vill
200-400 ml vatn
1 dós nýrnabaunir
Chorizo pylsan er skorin smátt og steikt á heitri pönnu. Laukur og paprikur söxuð niður og bætt út í pönnuna og steikt. Hakkinu bætt út í. Þegar hakkið er eldað í gegn er kryddinu og tómatpúrrunni bætt út í pönnuna og velt vel saman áður en tómötunum og vatninu er bætt út í. Þegar suðan er komin upp má gjarnan smakka réttinn til og krydda. Síðan að leyfa honum að malla á lágum hita í 30-60 mínútur. Baununum er bætt út í á seinustu 5-10 mínútunum. Borið fram með rifnum osti, sýrðum rjóma og jafnvel nachos flögum. Ég setti nachos flögurnar í fat, stráði osti yfir og hitaði í ofni þar til osturinn var bráðinn.
Fyrir 4
0 comments:
Post a Comment