Rss Feed
 1. Baksturstilraunir

  Monday, March 4, 2013

  Það var frekar mikið að gera í seinustu viku og mataræðið mitt var ekki upp á það besta. Það var nú samt ekki pítsur og franskar, en við borðuðum svolítið mikið af take-away mat. Sem er auðvitað allt í fína af og til, en kannski ekki oftar en maður eldar sjálfur. Take-away réttir frá Bergsson og Saffran eru óóó só tasty.
  En ég prófaði smá paleo bakstur áðan, ég datt inn á síðu sem heitir Elana's Pantry og það virðist vera mekka paleo-baksturs. Ég bjó til morgunverðarbrauð og bananamúffur og heppnuðust báðar uppskriftirnar ágætlega, en mér fannst svolítið mikið matarsódabragð af þeim báðum. Ég held reyndar ég sé voðalega viðkvæm fyrir matarsódabragði, finn það ansi oft. Næst myndi ég prófa uppskriftirnar með vínsteinslyftidufti.

  Ég sleppti stevia úr morgunverðarbrauðinu og minnkaði hunangið. Áferðin og bragðið af brauðinu var gott (fyrir utan matarsódann). Ég væri til í að prófa það aftur og nota döðlur í stað hunangs.

  Ég prófaði líka bananabrauðið, en gerði aðeins 1/3 af uppskriftinni og hellti deiginu í 5 muffinform og bakaði í um 20-25 mínútur. Múffurnar voru mjög bragðgóðar, en svolítið blautar. Ég held maður þurfi að fara mjög varlega í að mæla möndlumjöl, það væri örugglega best að vigta það alltaf.

  Svo gat ég ekki ákveðið hvað ég ætti að borða í morgunmat í fyrramálið, múffu eða brauð svo niðurstaðan var að sjálfsögðu bæði. Ein múffa og 1/8 brauð pakkað í nesti og restin fór í frysti. 2. 2 comments:

  1. Unknown said...

   hæhæ... frábær síða en ein spurning, hvað notarðu fyrir ¼ cup vegan shortening í uppskriftinni?

  2. Ragnhildur said...

   Hæ hæ, takk fyrir það. Ég notaði bara kókosolíu minnir mig.

  Post a Comment