Steikin var frosin á föstudag og ég lét hana standa í skál í ísskáp yfir nótt og lét hana svo standa á borðinu í góðan tíma á laugardaginn með smá ólívuolíu, salti og pipar. Svo tók ég saman alls kyns grænmeti; kartöflur, sæta kartöflu, rófu, gulrætur og grasker (butternut squash) sem ég skar niður í teninga og setti í fat með smá vatni, olíu, salti, pipar og þurrkuðu timjani og inn í 200°C heitan ofn.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhik7xQjFlPjruayKWlr3HhPY8rVk0wdSmY7TMsaZEQP8xUAIrhHTbq01tntbPWbVJ7lMQldE9mEcMt0Kog8mJSyRlQRwlte-h7Nyh3_rVSRBZQLnE7J3iKxJQzigJlm5ACgQfHfQy1GH0/s320/1IMG_0088.jpg)
Ég tók sömu pönnu og ég steikti kjötið í, hellti smjör/vökvanum af steikinni ofan í hana og bætti við 2 dl vatni og hrærði svo venjulega pakkapiparsósu út í. Ég sauð hana samkvæmt fyrirmælum á pakkningu og bætti svo 1/2 dl af rjóma út í.
Þetta var allt og sumt. Svo lögðum við á borð og kveiktum á kertum og nutum matarins. Það eina sem ég hefði viljað bæta var að mig vantaði eitthvað grænt á diskinn. Það hefði getað verið soðið brokkolí eða ferskt salat eða eitthvað svoleiðis, en að öðru leyti heppnaðist máltíðin mjög vel.
Þar til næst,
Ragnhildur
vá en fínt og rómantískt :)
Mmmm hljómar vel! Ekki oft sem maður fær hreindýr!